Hundruðir eftirskjálfta eftir stóra skjálftann í gær

Í nótt hafa verið stöðugir eftirskjálftar eftir stóra skjálftann í Ölfusi í gær, og hundruð skjálfta mælst. Stærstu skjálftarnir eftir miðnætti eru 3 – 3,5 stig, en aðeins fáir hafa farið yfir 3 stig.
Eðlilega virðist draga úr hrinunni samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Veðurstofan telur að öllum líkindum sé ekki hætta á öðrum skjálfta í Ölfusi af svipaðri stærð og varð í gær.
Sennilega hefur jarðskjálfti við Ingólfsfjall sett af stað aðaljarðskjálftann vestar í Ölfusinu á nánast sama tíma. Staðsetningar eftirskjálfta og ummerki á yfirborði styðja þessa ályktun en erfitt er að greina jarðskjálftana í sundur.
Veðurstofan mun fylgjast náið með jarðskjálftavirkninni og búast má við áframhaldandi eftirskjálftavirkni.


back to top