Hrútaskráin nýtur gríðarlegra vinsælda

Hrútaskráin 2012-2013 kom út s.l. miðvikudag og er óhætt að segja að hennar hafi verið beðið með óþreyju. „Línurnar hafa verið rauðglóandi hjá okkur í allan dag og ekkert lát á, ég hef aldrei kynnst öðru eins, það eru allir að spyrja um Hrútaskrána 2012-2013″, sem var að koma úr prentsmiðjunni og ég var að sækja til Prentmets Suðurlands“, sagði Jóna Þórunn Ragnarsdóttir, ráðunautur hjá Búnaðarsambandinu, í samtali við dfs.is á miðvikudaginn.
Í gærkvöldi var síðan umfjöllun um útgáfu hrútaskráarinnar í fréttum Stöðvar 2. Þar kom m.a. fram hvað ritið er vinsæælt hjá sauðfjárbændum og öðrum áhugamönnum um sauðfjárrækt.
Hrútaskráin er nú komin til dreifingar hjá búnaðarsamböndunum um land allt sem og Bændasamtökum Íslands. Þá verður henni dreift á haustfundum sauðfjárræktarinnar sem standa yfir þessa dagana vítt og breitt um landið.

Sjá nánar:
Rauðglóandi símalínur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands í allan dag – frétt á dfs.is
Ný hrútaskrá komin úr prentun – kvöldfréttir Stöðvar 15. nóv. 2012
„Jólabók sauðfjárbóndans“ – frétt á bondi.is
Sauðfjárræktarfundir á næsta leyti – tíma- og staðsetningar fundanna á bondi.is


back to top