Horfur í heyskap og kornrækt á Suðurlandi

Heyskapartíð hefur verið góð suðvestanlands enda austlægar áttir ríkjandi. Þegar austar dregur hefur bæði verið kaldara og úrkomusamara. Vallarfoxgrasið skreið 10 til 14 dögum seinna en í meðalári og háarspretta hefur verið fremur hæg víðast. Heyfengur er víða með minna móti allavega enn sem komið er en heygæði ættu að vera mikil. Kornræktin dróst saman, bæði vegna þess hve seint voraði og einnig eru margir orðnir þreyttir á miklum ágangi af völdum gæsa og álfta.  Kornið fór ekki að skríða fyrr en upp úr 20 júlí sem er 10 til 14 dögum seinna en í meðalári. Síðan þá hefur korninu farið vel fram og horfur á góðri uppskeru víðast ef sprettutíð kornsins verður hagstæð. Sjúkdómar og illgresi virðast með minna móti.


back to top