Glæsilegur árangur Íslenska liðsins á HM í Herning

Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Herning er nú lokið og getum við Íslendingar verið stoltir af árangri okkar liðs. Liðið náði í átta gull, sjö silfur og þrjú brons. Úrslit í tölti og þar með handhafi Tölthornsins stendur uppúr eftir mótið og erum við Sunnlendingar stolt af okkar fulltrúa Kristínu Lárusdóttur Syðri-Fljótum sem vann yfirburðarsigur með 8,44 í einkunn. Við hjá Búnaðarsambandi Suðurlands óskum Kristínu til hamingju með sigurinn sem og landsliðinu öllu með frábæran árangur.

Ítarlegri upplýsingar um mótið og verðlaunahafa má finna á ruv.is eidfaxi.is og hestafrettir.is

Meðfylgjandi mynd af Kristínu Lárusdóttur er tekin af Gísla Einarssyni fréttaritara RUV.


back to top