Heysýni til efnagreiningar

Sláttur er nú kominn vel af stað á Suðurlandi og margir kúabændur langt komnir með slátt. Því er ekki úr vegi að minna á skil á heysýnum. Heppilegt væri að koma þeim við fyrsta hentugleika til Búnaðarsambandssins á Selfossi. Minnt er á að mjólkurbílar Auðhumlu svf. taka við sýnunum og koma þeim áfram.  


back to top