Heimilað að rækta erfðabreytt bygg

Umhverfisstofnun hefur gefið út leyfi fyrir ræktun á erfðabreyttu byggi í tilraunagróðurhúsi Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi til ORF Líftækni hf. Leyfið heimilar ORF Líftækni að sá, rækta inni og uppskera erfðabreytt bygg á allt að 1.100 fermetrum í gróðurhúsi.

Umsagnaraðilar voru Ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur, Vinnueftirlitið, Heilbrigðisnefnd Suðurlands og Sveitarfélagið Ölfus. Leyfið er gefið út á grundvelli laga um erfðabreyttar lífverur um afmarkaða notkun erfðabreyttra lífvera, annarra en örvera, og er veitt til 10 ára.
Starfsemin að Reykjum verður sambærileg við, en þó mun minni að umfangi en sú ræktun sem fram fer í Grænu smiðjunni, hátæknigróðurhúsi ORF Líftækni í Grindavík. 

Sjá nánar:
Leyfi til ræktunar á erfðabreyttu byggi – Umhverfisstofnun


back to top