Heimavinnsla mjólkurafurða

Allnokkur áhugi virðist vera á heimavinnslu á mjólkurafurðum um þessar mundir. Af því tilefni hefur Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir, atvinnu og nýsköpunarráðgjafi Bændasamtakanna stofnað opinn hóp á samskiptavefnum Facebook fyrir þá sem hafa áhuga á heimavinnslu. Markmiðið er að safna saman á einn stað upplýsingum um efnið, góðum ábendingum og ekki síst skapa lifandi umræður og gagnvirk samskipti. Þarna er hægt að leita ráða ef eitthvað er ekki að ganga upp eða ef þið viljið miðla uppfinningum ykkar og reynslu til annarra.

Allt áhugafólk um málefnið er hvatt til að kynna sér síðuna og skrá sig ef áhugi er fyrir að miðla reynslu og þekkingu. Ef þið eruð ekki á facebook nú þegar eruð þið eina sekúndu að gerast meðlimir, þurfið bara að skrá inn nafn, tölvupóstfang og lykilorð á facebook.com

Smellið hér til að tengjast Facebook um heimavinnslu mjólkurafurða


back to top