Haustfundur BSSL í sauðfjárrækt á Smyrlabjörgum

Nú fer að styttast í haustfundarröð Búnaðarsambands Suðurlands í sauðfjárrækt 2015.  Fyrsti fundur verður haldinn miðvikudaginn 25. nóvember kl. 13.00 á Smyrlabjörgum.  Fyrirlesarar á fundinum verða Sveinn Sigurmundsson, Fanney Ólöf Lárusdóttir, Jóhannes Sveinbjörnsson og Eyjólfur Ingvi Bjarnason.  Kaffiveitingar verða í boði Sláturfélags Suðurlands og Búnaðarsambands Suðurlands og verðlaun sem veitt verða fyrir bestu lambhrútana eru gefin af Fóðurblöndunni og verðlaun fyrir bestu Blup hrútana gefa Jötunn vélar.

Nánari dagskrá haustfunda Búnaðarsambands Suðurlands í SAUÐFJÁRRÆKT 2015

1. Fundarsetning.
2. Sauðfjársæðingastöð Suðurlands. Sveinn Sigurmundsson BSSL
3. ,,Auknar afurðir sauðfjár“. Fanney Ólöf Lárusdóttir RML
4. Áhrif heygæða á afurðir og heilsufar sauðfjár. Jóhannes Sveinbjörnsson LBHÍ
KAFFVEITINGAR Í BOÐI
Sláturfélags Suðurlands og Búnaðarsambands Suðurlands

5. Hrútakostur Sauðfjársæðingarstöðvarinnar. Eyjólfur Ingvi Bjarnason RML
6. Hauststörf í sauðfjárrækt og verðlaunaveitingar. Fanney Ólöf RML
7. Önnur mál og almennar umræður
8. Fundarslit

Fóðurblandan gefur verðlaunagripi fyrir bestu lambhrútabúin
og Jötunn Vélar gefur verðlaunagripi fyrir bestu BLUP hrútana


back to top