Haustfundir sauðfjárræktarinnar á morgun og fimmtudag

Við minnum á hina árlegu haustfundi sauðfjárræktarinnar sem verða haldnir á morgun og fimmtudaginn, 21. og 22. nóvember nk. Á morgun verður fundað á á Hótel Smyrlabjörgum í Suðursveit kl. 13:30 og Hótel Kirkjubæjarklaustri kl. 20:00 .
Fimmtudaginn 22. nóvember verður svo fundað á Hótel Hvolsvelli kl. 14:30 og í félagsheimilinu Þingborg kl. 20:00.
Á fundunum verður farið yfir hauststörfin, hrútakostur Sauðfjársæðingastöðvar Suðurlands kynntur og farið yfir starfsemi stöðvarinnar. Endað verður á verðlaunaveitingum hrúta eftir kaffihlé.

SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS, YARA áburður og DLG fóður gefa verðlaunin.


Kaffiveitingar eru í boði FÓÐURBLÖNDUNAR, N1, LÍFLANDS og SAUÐFJÁRSÆÐINGASTÖÐVAR SUÐURLANDS.


Nýútgefinni HRÚTASKRÁ verður dreift á fundunum.


Sauðfjárræktarfólk er hvatt til að fjölmenna á fundi.


back to top