Handverkshátíð Eyjafjarðarsveit

Í fyrra skreyttu kvenfélagskonur í Eyjafjarðarsveit traktor með prjónlesi en í ár fá kýr á bænum Hvassafelli að njóta góðs af dugnaði kvenfélagskvennanna. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á fyrstu flíkurnar.

Kýrnar verða á beit á hátíðarsvæðinu í sumar til marks um að handverki eru engar skorður settar. Í fyrra leiddi þetta uppátæki kvenfélagskvennanna til þess að hrundið var af stað samkeppni um best prýdda póstkassa Eyjafjarðarsveitar. Samkeppnin fékk verðskuldaða athygli og var það Brjóstkassinn á Sléttu sem bar sigur úr bítum. Í ár verður samkeppnin endurtekin og spennandi að sjá upp á hverju íbúar sveitarinnar finna.


back to top