Halló Helluvað

Halló Helluvað verður á sunnudaginn 26. Maí kl. 13.30 á Helluvaði í Rangárþingi Ytra. Þá verður kúnum hleypt út í sumarið  með tilheyrandi fjöri, fjárhúsið verður opið og þar gefst öllum tækiæri á að skoða og knúsa lömbin.

 

Aðal skemmtunin er þó í að koma saman á góðum degi og fá sér kaffi, kleinu og ábresti með kanil og fylgjast með vorinu í sveitinni.

Allir eru hjartanlega velkomnir og fjölskyldunni á Helluvaði 4 hlakkar til að taka á móti  gestunum.

 


back to top