Hádegisfundir í Heimalandi alla vikuna

Alla þessa viku verða haldnir fræðslufundir í hádeginu í þjónustumiðstöðinni í Heimalandi þar sem sérfræðingar koma og miðla upplýsingum til heimamanna. Í hádeginu í gær svaraði Jónatan Hermannsson, jarðræktarfræðingur fyrirspurnum og í dag var Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir með fræðslu og svaraði fyrirspurnum. Á miðvikudaginn 5. maí verður Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri til viðtals, fimmtudaginn 6. maí Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytissjóri í landbúnaðarráðuneytinu og 7. maí verður formaður Bændasamtaka Íslands Haraldur Benediktsson í hádeginu í Heimalandi.

Íbúar eru hvattir til að koma í Heimaland og afla sér upplýsinga um mál, sem tengjast eldgosinu  og ýmissa afleiðinga þess. Fulltrúi sveitarfélags verður í Þjónustumiðstöðinni Heimalandi alla daga milli kl.12:00-13:30. Verkefnastjóri almannavarna er Vagn Kristjánsson og er hægt að hafa samband við hann í síma 8474230. Netfangið er heimaland@visir.is


back to top