Grunaður um sölu á heimaslátruðu

Lögreglumenn á Hvolsvelli stöðvuðu ökumann á leið úr austurhluta umdæmisins í liðinni viku. Hann reyndist vera með 300 kíló af kindakjöti sem var heimaslátrað og ætlað til dreifingar. Kjötið var haldlagt og því eytt í samráði við Matvælastofnun eftir því sem segir í dagbók lögreglu.

Hún bendir á að bændum sé einungis heimilt að slátra búfé sínu á sjálfu býlinu til eigin neyslu. Því sé ljóst að hvers konar dreifing utan býlisins sé ólögmæt. Lögreglan segist munu í framhaldi af þessu máli athuga frekar með ástand heimaslátrunar og dreifingar á kjöti innan umdæmisins.


back to top