Grábotni reynist gríðarlegur sæðisgjafi

Við sæðistöku í morgun, fimmtudaginn 16. desember, gaf Grábotni 06-833 samtals 56 strá eða 280 sæðisskammta. Þetta er mesta magn sem hrútur hefur gefið af sæði á einum degi hjá Sauðfjársæðingastöð Suðurlands og llíklega á landinu öllu.
Grábotni hefur reynst gríðargóður sæðisgjafi í vetur og verið að gefa þetta upp undir 40 strá á degi það sem af er þessari fengitíð en í morgun brá svo við að hann gaf þessa 280 skammta.


back to top