Gott verð á minkaskinnum og allt selst

Minkaskinn seldust vel á fyrsta loðskinnauppboði sölutímabilsins í Kaupmannahöfn í gær og voru verð á svipuðu róli og í fyrra. Byrjunin þykir lofa góðu fyrir framhaldið í vetur en salan er 100% sala og markaðurinn virðist vera í jafnvægi. Margir höfðu átt von á því að verð myndi lækka eitthvað nú eftir há verð í fyrravetur og vor. Hins vegar virðist gríðarleg eftirspurn halda verðinu uppi.

Uppboðið hófst í fyrradag með sölu á refaskinnum, chinchilla og öðrum sjaldgæfari skinnategundum. Í gærmorgun var byrjað að bjóða upp minkaskinn og verður því haldið áfram þar til í kvöld. Hæsta verð á chinchilla-skinnum reyndist vera 830 DKK samanborið við 700 DKK á september-uppboðinu og meðalverðið 365 DKK eða 7,4% hærra. Skinnaverð virðist almennt vera svipað og síðast, högnaskinn hækka um 1-7% en læðuskinn lækka um sömu tölu að segja má.


Sjá nánar:
Kopenhagen Fur Center


back to top