Fundur um korn og repjurækt föstudaginn 23. nóv. nk.

Kornræktarfélag Suðurlands boðar til fundar um korn og repjurækt föstudaginn 23. nóvember n.k. kl.13.30 á Hótel Hvolsvelli. Á fundinum mun Jónatan Hermannsson, tilraunastjóri hjá LbhÍ, fjalla um korn og repjurækt á Suðurlandi, Ólafur Reykdal, verkefnastjóri hjá Matís, ræðir um gæði matkorns og Yngvi Eiríksson, rekstrarverkfræðingur hjá Verkfræðistofunni Mannvit, segir frá hagkvæmnisathugun á þurrkstöð fyrir korn á Suðurlandi. Auk þessa verður kynning á IPA styrkjum.
Fundurinn er öllum opinn og verður hægt að skrá sig í Kornræktarfélag Suðurlands.


back to top