Fulltrúar BÍ í Heimalandi undir Eyjafjöllum

Fulltrúar Bændasamtakanna, þau Erna Bjarnadóttir sviðsstjóri félagssviðs og Elías Blöndal Guðjónsson lögfræðingur, verða til viðtals í fjöldahjálparmiðstöðinni Heimalandi undir Eyjafjöllum í dag milli kl. 12:00 og 14:00.
Bændur á svæðinu geta leitað til þeirra með ýmis lögfræðileg atriði og rætt um þau úrræði sem eru fyrir hendi vegna tjónsins sem eldgosið í Eyjafjallajökli hefur skapað bændum.


back to top