Frysting lána gjaldfrí

Kaupþing hefur ákveðið að hætta að taka gjald fyrir skilmálabreytingu vegna frystingar erlendra lána. Í stað þess að borga 11.350 krónur fyrir breytinguna greiða lántakendur því nú eingöngu 1.350 króna þinglýsingargjald.

Að sögn Benedikts Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Kaupþings, er þetta gert til að koma til móts við tilmæli ríkisstjórnarinnar í þessum efnum.


back to top