Frjósemi hjá dætrum sæðingastöðvarhrútanna vorið 2011

Eins og á undanförnum árum hafa rauntölur um frjósemi hjá þrem yngstu árgöngum dætra stöðvarhrútanna verið teknar saman í töflu sem er að finna á vef Bændasamtakanna, sjá hlekk neðar. Skil í skýrsluhaldinu eru meiri en nokkru sinni og því er þarna ákaflega mikið magn upplýsinga.
Einnig er búið að vinna nýtt BLUP kynbótamat fyrir frjósemi þar sem þessar upplýsingar hafa lagst við eldri gögn. Þær niðurstöður hafa margir þegar skoðaða í FJARVIS.IS. Nokkrar breytingar verða á mati hjá sumum hrútunum. sérstaklega þeim sem nú eiga sinn fyrsta árgang dætra úr sæðingum.
Hjá hrútunum er breyting til hækkunar stundum en hjá öðrum til lækkunar. Hrútar sem hækka þannig umtalsvert í mati eru Vöðvi 06-820, Stáli 06-831, Grábotni 06-833, Hrói 07-836, Hólmi 08-839 og Kjarkur 08-840. Neikvæða breytingu er öðru fremur að sjá hjá Borða 08-838 og einnig hjá Prjóni 07-812 en hann á mjög stóra hópa bæði af veturgömlum ám og tvævetlum. Miklar viðbótarupplýsingar lækka heldur mat gamalla kappa eins og Áss 04-813, Ats 05-806 og Púka 06-807, þó að allir standi þeir áfram sem miklir toppgripir fyrir þennan eiginleika. Kaldi 03-989 og Bolli 06-821 voru báðir hrútar sem voru með Þokugenið og erfðu til hluta dætra og standa því nokkuð einir út af fyrir sig í efstu sætunum.

Sjá nánar:
Frjósemi dætra sæðingastöðvahrúta vorið 2011


back to top