Fósturvísar frá Noregi

Þann 10. ágúst sl. voru fluttir til landsins 38 fósturvísar af Aberdeen Angus gripum frá Noregi. Af þeim voru 13 fósturvísar undan nautinu Hovin Hauk og 12 undan Horgen Eirie en einnig 13 fósturvísar frá fyrra ári undan Stóra Tígri en 10 af 11 kálfum sem fæðast nú í september eru undan honum. Verið er að safna kúm á búið og stefnt að fósturvísainnlögn á næstu vikum. Í byrjun september eiga fyrstu 2 kýrnar tal en aðrar kýr hafa tal um miðjan september.


back to top