Aðalfundur 2013

Aðalfundur Stóra Ármóts ehf. haldinn  13. júní 2013.

Á fundinn sem haldinn var í upp á Stóra Ármóti mættu Guðbjörg Jónsdóttir, Jón Jónsson, Erlendur Ingvarsson Ragnars Lárussona og Gunnar Kr. Eiríksson. Þá sátu Sveinn Sigurmundsson, Grétar Hrafn Harðarson, Hilda Pálmadóttir og Höskuldur Gunnarsson fundinn.
1. Tilraunastjórinn Grétar Hrafn Harðarson fór yfir helstu niðurstöður búrekstrar. Afurðir 6700 kg/ árskú þrátt fyrir vanmat á mjólkurmælum. Heilsufar gott. Mikil notkun á byggi. Batnandi júgurheilbrigði. Spenastig minna. Sag borið undir kýr. Kvíguárgangar síðustu ára hafa heppnast vel. Keyptum selenbættan áburð enda vantar selen í tún. Grétar fór yfir tilraun um átgetu mjólkurkúa sem hefur verið í gangi í vetur. Rætt var um beiðni LK um athugun á kjarnfóðurblöndum sem á markaðnum eru. Grétar ræddi um áhrif Stavacs bóluefnis á júgurheilbrigði.
2. Ársreikningar Stóra Ármóts ehf voru lagðir fram. Reksturinn á Stóra Ármóti gekk vel. Rekstrartekjur upp á 47,2 milljónir, rekstragjöld 41 milljónir og hagnaður tæpar 6 milljónir. Búreksturinn gekk vel og var í góðu jafnvægi. Langtímaskuldir í árslok eru um 2 milljónir á móti 14,8 milljónum árið á undan. Íbúðarsjóðslánið var greitt upp á sl. ári. Mikil verðmæti og langt umfram það sem fram kemur í ársreikningum liggja í jörðinni, byggingum, framleiðslurétti, hita- og veiðiréttindum, vélum, bústofni ofl. En aðalatriðið er að öflugt tilraunastarf sé rekið á staðnum. Reikningarnir voru bornir undir atkvæði og samþykktir samhljóða.
3. Fram kom hugmynd um byggingu nýs fjárhúss á Stóra Ármóti. Stjórnin var samþykk að fara í byggingu fjárhús á Stóra Ármóti og huga strax að bygginga- og skipulagsleyfi. Sveini falið að leiða málið en tilraunastjórinn Grétar og bústjórarnir Hilda og Höskuldur honum til aðstoðar.
Sveinn Sigurmundsson


back to top