Forystufé með heimasíðu

Ný heimasíða Fræðaseturs um forystufé fór í loftið á dögunum.  Síðunni er ætlað að efla áhuga á forystufé og leyfa öllum að fylgjast með gangi félagsins, slóðin er forystusetur.is

Fræðafélag um forysturfé var stofnað 13.4.2010 og er með aðsetur á Svalbarði í Þistilfirði.  Í stjórn Fræðaseturs um forystufé eru Daníel Hansen, Svalbarðsskóla formaður, Fjóla Runólfsdóttir, Gunnarsstöðum gjaldkeri, Guðmundur Þorláksson, Svalbarði ritari og meðstjórnendur eru Jakobína Ketilsdóttir, Kollavík og Eggert Stefánsson, Laxárdal.


back to top