Formannafundur BSSL lýsir yfir stuðningi við íbúa á áhrifasvæði gossins

Síðast liðinn föstudag, 30.apríl 2010, var haldinn formannafundur aðildarfélaga Búnaðarsambands Suðurlands, þ.e. þeirra búnaðar- og búgreinafélaga sem aðild eiga að Búnaðarsambandinu. Fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktun:
„Formannafundur BSSL lýsir yfir fullum stuðningi við bændur og íbúa á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli.
Fundurinn fagnar því að ríkisstjón Íslands hefur heitið stuðningi við Bjargráðasjóð svo að hann geti bætt það tjón sem að bændur á svæðinu hafa orðið fyrir.
Fundurinn bendir á að eldgosinu er ekki lokið og munu starfsmenn BSSL áfram leggja sig fram um að aðstoða bændur á svæðinu.“


back to top