Fóðurblandan hækkar kjarnfóðurverð

Fóðurblandan hefur tilkynnt um verðhækkun á fóðri sem tekur gildi n.k. föstudag 17. september. Hækkunin nemur 6-11% á svínafóðri og 4-10% á kúafóðri, msijafnt eftir tegundum. Að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu er ástæðan miklar verðhækkanir á helstu hráefnum til fóðurgerðar.

Að venju mun Lífland að öllum líkindum hækka fóður hjá sér í kjölfarið en þó hefur fyrirtækið ekki tilkynnt um slíkt enn. Þó kom tilkynning þann 9. ágúst s.l. frá Líflandi þar sem fram kom að vegna hækkana á hráefnum væri ekki langt þar til hækkun kæmi fram hérlendis.


back to top