Fóðurblandan birtir áburðarverð

Fóðurblandan hefur birt áburðarvöruskrá og -verðskrá fyrir árið 2011. Fyrirtækið býður upp á sömu áburðartegundir og í fyrra auk þess sem bætt hefur verið við Magna S með efnainnihaldi 27% köfnunarefni (N). Nánast allar tegundir hækka um 13,7% milli ára ef 10% pöntunar- og staðgreiðsluafsláttur er nýttur. Þó hækkar Fjölgræðir 7 með efnainnihaldinu 22-14-9 um 17,3%. Fyrirtækið býður viðskiptamönnum sínum sem panta fyrir 15. mars n.k. upp á vaxtalausa greiðslusamninga gegn tryggingum og flutningstilboði heim á hlað. Annars vegar má velja um greiðslusamning með gjalddaga 1. október eða sex jafnar greiðslur frá júní til nóvember. Enginn lántökukostnaður né stimpilgjöld leggjast á samningana.

Óvissa um verð þrátt fyrir útgáfu verðskrár
Rétt er að geta þess að verð eru háð þróun gengis evru á innflutningstímanum. Samkvæmt upplýsingum frá Fóðurblöndunni er gert ráð fyrir að fimm farmar muni koma til landsins en óljóst er með tímasetningar á þeim. Endanleg verð munu liggja fyrir í síðasta lagi við komu síðasta áburðarskips en þau verð sem birtast í verðskránni nú miðast við að gengi evrunnar sé 158 krónur.

Áburðarverskrá Fóðurblöndunnar

Áburðarvöruskrá Fóðurblöndunnar


back to top