Fjarvis.is kynningarfundir

Á næstu dögum verða kynningarfundir um skýrsluhaldskerfið í sauðfjárrækt fjarvis.is.  Þessir fundir verða haldnir í Þingborg miðvikudaginn, 8.apríl kl. 20.00, Hótel Geirlandi Skaftárhreppi fimmtudaginn 9.apríl kl. 14.00 og í Árhúsum á Hellu fimmtudaginn 9. apríl kl. 20.00.  Á fundinum verða kynntar þær breytingar og endurbætur sem urðu við uppfærslu kerfisins í lok mars.  Sauðfjárbændur eru hvattir til að skoða forritið áður en þeir mæta á fundinn.  Fundur í Austur Skaftafellssýslu verður líklega í nágrenni við Hornafjörð 17.apríl en Öræfingar geta valið hvort þeir mæta á Geirland 9.apríl eða á fundinn 17.apríl í nágrenni Hornafjarðar.


back to top