Félagsráðsfundur FKS 5. feb. 2009

Fundur í félagsráði kúabænda í  Árhúsum 5.feb. 2009


1.Fundarsetning
Þórir Jónsson formaður setti fund kl 20.40 og bauð fundarmenn velkomna


2.Kosningar
Guðbjörg Jónsdóttir ritari félagsins kvaðst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi starfa sem ritari enda væri hún í starfi sem formaður Búnaðarsambands Suðurlands um þessar mundir en hún mun áfram starfa í félagsráði.

a. Kosning ritara og varaformanns
Stungið var upp á Arnheiði D. Einarsdóttur, Guðnastöðum sem ritara og varaformanni. Hún var kjörin ritari og varaformaður með lófaklappi.

b. Kosning gjaldkera
Stungið var upp á Elínu B. Sveinsdóttur, Egilsstaðakoti og var það samþykkt með lófaklappi

c. Kosning 5 fulltrúa á aðalfund BsSl.
Kosning var leynileg og eftirtaldir hlutu kosningu:
 
Aðalmenn:
Þórir Jónsson    
Arnheiður D. Einarsdóttir
Ólafur Helgason
Elín B. Sveinsdóttir
Valdimar Guðjónsson

Varamenn:
Katrín Birna Viðarsdóttir
Sigurður Loftsson
Ragnar Magnússon
Grétar Einarsson
Samúel U. Eyjólfsson
 
d. Kosning 8 fulltrúa á aðalfund LK
Grétar Einarsson í Þórisholti kvað sér hljóðs og baðst undan kjöri inn á aðalfund LK en hann hefur mörg undanfarin ár verið einn af fulltrúum félagsins á aðalfundi LK.
Kosning var leynileg og eftirtaldir hlutu kosningu:
 
Aðalmenn:
Þórir Jónsson
Arnheiður D. Einarsdóttir
Katrín Birna Viðarsdóttir
Elín B. Sveinsdóttir
Ragnar Magnússon
Guðbjörg Jónsdóttir
Ólafur Helgason
Valdimar Guðjónsson

Varamenn:
Bóel  Anna Þórisdóttir
Samúel U. Eyjólfsson
Sigurður Þór Þórhallsson
Sigurður Loftsson
Ómar Helgason
Ólafur Kristjánsson
Ásmundur Lárusson
Jóhann Nikulásson
 


3. Afgreiðsla tillagna frá aðalfundi FKS
Þórir Jónsson formaður sagði frá því að hann hefði sent  tillögu sem samþykkt var á síðasta aðalfundi um brot á samningi við mjólkurframleiðendur til formanns BÍ og formanns LK. Svarbréf hafði borist frá BÍ og eins hafði þetta mál verið rætt á síðasta stjórnarfundi LK að sögn Sigurðar Loftssonar varaformanns LK.
Þórir ræddi hina tillöguna sem samþykkt var á aðalfundinum um að stjórn hlutist til um skipan nefndar um mögulega mataraðstoð.
Ólafur Kristjánsson ræddi framhald tillögunnar, nefndin sem lagt var til að stofna ynni (með) t.d. með MS um fyrirkomulag, þetta þyrfti að vera einfalt í framkvæmd.
Grétar Einarsson, Andrés Andrésson , Guðbjörg Jónsdóttir, Ólafur Helgason, Arnheiður D. Einarsdóttir og Björgvin Guðmundsson  ræddu tillöguna og lögðu áherslu að þetta yrði gert á félagslegum grunni en einnig að láta vel vita af þessu.
Katrín Birna  Viðarsdóttir nefndi orðalag tillögunnar og samkvæmt henni ætti það  að vera hlutverk nefndarinnar að útfæra framkvæmdina.
Ómar Helgason lagði til varðandi kjötið, að ræða við fulltrúa sláturhúsanna á svæðinu.
Ólafur Helgason og Ólafur Kristjánsson töldu að nefndin ætti að byrja á viðræðum við MS um útfærslu en þetta yrði að gerast í samstarfi afurðastöðva og einstakra bænda.
Formaður lagði áherslu að þetta yrði gert í samstarfi við afurðastöð en tryggja yrði að þetta væri einfalt í framkvæmd og tryggja yrði að fjármunir skiluðu sér alla leið.


4. Komandi aðalfundir LK og BSSL
Formaður sagði frá tímasetningu aðalfundar LK sem er 27. og 28. mars og aðalfundur BsSl verður 17.apríl nk.
Sigurður Loftsson sagði frá tillögum sem samþykktar voru á síðasta aðalfundi LK, m.a um tollvernd, WTO, húsleit Samkeppniseftirlits í húsakynni BÍ, tillaga um verðlagsgrundvöll, um lækkun búnaðargjalds, um tilhögun óframleiðslutengdra greiðslna úr mjólkursamningi, um nauðsyn frekari sundurliðunar í fjármagnskostnaði bænda, um niðurfellingu stimpilgjalda, um einfaldara eftilitskerfi innan landbúnaðarins, kosti og gallar örmerkja í nautgripum og loks um starf héraðsdýralækna.
Guðbjörg Jónsdóttir sagði frá því að stjórn BsSl hefði ákveðið að gengið yrði út frá því að kosið yrði til Búnaðarþings á aðalfundi Búnaðarsambandsins. Hins vegar væri opið fyrir það að listar gætu komið fram.
Ræddi jafnframt tilvist búnaðargjaldsins, m.a. hefði LK haft árið 2007 yfir 30 milljónir í tekjustofn af búnaðargjaldi, spurning hvort þetta gæti talist eðlilegt fyrir félagasamtök að taka á móti skattfé með þessum hætti.
Sigurður Loftsson ræddi þessi mál m.t.t starfsemi LK, enn frekara innstreymi verður af búnaðargjaldinu þetta ár. Hins vegar hefði LK lagt áherslu á að hafa þetta gjald í 1% í stað 1,2% eins og það er núna. Fyrirstaða var frá öðrum búgreinum sem ekki vildu lækka þetta í 1% á sínum tíma.
Þá  ræddi hann kosningu til formanns LK og eins verða kosnir fulltrúar LK inn á Búnaðarþing á aðalfundi LK og er ljóst að veruleg endurnýjun á fulltrúum verður þar.
Guðbjörg Jónsdóttir ræddi komandi kosningar fulltrúa LK til Búnaðarþings.


5. Önnur mál
Formaður ræddi stuttlega áburðarmál og komandi áburðarverð. Einnig ræddi hann stöðuna í nautakjötinu, þörf væri á verðhækkun


Jórunn Svavarsdóttir sagði frá því að reiknaða endurgjaldið er núna komið undir atvinnuleysisbætur.


Katrín Birna Viðarsóttirsagði frá mismun á gjaldskrám dýralækna hér á svæðinu og hvatti fólk til verðsamanburðar. Þá kom hún með tillögu um að félagsráðsmenn kynntu sig í upphafi  næsta fundar í kjölfar endurnýjunar á fulltrúum.


 Andrés Andrésson ræddi nauðsyn þess að veita verslunum og þjónustuaðilum sem virkast aðhald, ljóst er að smásalan er að taka til sín stærri hlut en áður.


Runólfur Sigursveinsson hvatti fólk að fylgjast vel með vaxtaþætti erlendra lána, ljóst er að grunnvextir hafa lækkað umtalsvert erlendis síðustu misseri, mismikið eftir myntum


Sigurður Loftsson ræddi nautakjötsmál, verðþróun og birgðahald, nokkrir biðlistar hafa verið til staðar en von er til þess að þeir verði styttri þegar nær dregur vori ef sala helst bærileg.


Samúel Eyjólfsson ræddi  skort á upplýsingagjöf varðandi reynd naut sem nú væri farið dreifa sæði úr.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl 23:45


Runólfur Sigursveinsson
fundarritari



back to top