Félag hrossabænda með nýjan vef

Nýr vefur Félags hrossabænda hefur nú verið tekinn í gagnið á slóðinni www.fhb.is . Þar er að finna upplýsingar um félagið og starfsemi þess, auk ýmis konar fróðleiks er varðar íslenska hestinn, bæði á íslensku og ensku. Allar fundargerðir félagsins eru birtar á vefnum, auk þess sem þar er að finna fróðleik um fagráð, útflutning, lög- og reglugerðir og fleira.

Enn á eftir að bæta meiru við myndasöfn, tengla og fræðslu og eru hestamenn hvattir til að senda félaginu ábendingar um efni sem gæti átt heima á síðunni. Efst á síðunni er að finna upplýsingar um deildir FHB og með því að smella þar á má fara beint inn á stjórnartöl viðkomandi deilda og tengla á síður þeirra ef þær eru til staðar.  Vefinn smíðaði Vefsmiðjan Orion, en um hönnun hans sá Hulda G. Geirsdóttir, sem jafnframt er vefstjóri.


back to top