Erum við örugg í sveitinni?

Í Bændablaðinu sem kom út í dag 19. júní er áhugaverð grein á bls. 28 eftir Hjört L. Jónsson um forvarnir og auglýsingar.  Hann bendi á hinar ýmsu auglýsingar en helst er hann að vekja athygli á að þar vantar eitthvað landbúnaðartengt.  Forvarnir skila sér best ef fjallað er um það efni sem viðkomandi er að fást við og því vantar landbúnaðinn inn í þessa umræðu.  Hér á landi eru slys í landbúnaði vanskráð og því oft erfitt að fylgja eftir og fræða.Við létta athugun á veraldarvefnum þá má auðveldlega finna ýmsar upplýsingar um slysavarnir. Við getum þó alltaf spurt okkur sjálf hvort við séum nógu örgugg, notum þann öryggisbúnað sem til er? Erum við með hjálma á fjórhjólunum?  Er hlíf á drifskaftinu? Er slökkvitæki í traktornum? Eða fyrstuhjálparpakki tiltækur?  Lítum okkur nær og forðumst slysin!

Hér fyrir neðan er slóð á nokkrar áhugaverðar síður sem tengjast öryggismálum bænda, en við eftirgrenslan og skoðun á erlendum síðum má sjá að betur má gera í þessum efnum hér á landi. 

Vinnueftirlitið-útgefið efni.

Samantekt Bændasamtaka Íslands um öryggismál bænda.  Þar er slóð á síður um öryggismál frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð.

Farmsafe.hseni.gov.uk (Norður-Írland) og sérstök síða um öryggi barna í sveit „Be Aware Kids-Stay Farm Safe


back to top