Ending kúnna minnkar hægt og bítandi

Á vef Lanssambands kúabænda kemur fram að íslenskar mjólkurkýr endast stöðugt skemur en áður. Ending er skilgreind sem tíminn frá því kýrin ber 1. kálfi þar til henni er fargað. Eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti (smellið á myndina til að stækka), hefur endingartíminn farið úr 1.152 dögum fyrir 10 árum, niður í 979 daga á sl. ári. Endingartíminn hefur verið þó nokkuð stöðugur undanfarin ár.

Til samanburðar endast danskar Jersey- kýr rétt um 1.010 daga, danskar Holstein endast um 950 daga og rauðar danskar (RDM) innan við 900 daga.


 


back to top