Einangrunarstöðin á Stóra-Ármóti

Framkvæmdir við byggingu einangrunarstöðvar fyrir holdagripi hefur staðið yfir á Stóra Ármóti. Á dögunum var þakið sett á og því byggingin farin að taka mynd á sig. Byggingin er 520 m2 og er annarsvegar fyrir þær 20 holdakýr sem fyrirhugað er að verði þarna og svo einangrunarhluti fyrir þá gripi sem seldir verða út frá búinu. Á milli þeirra er aðstöðurými og hreinlætisaðastaða. Búið er að taka 58 fósturvísa úr Aberdeen Angus gripum í Noregi sem verða fluttir til landsins um leið og tilskilin leyfi liggja fyrir. Vonast er til að hægt verði að setja fósturvísana upp í haust eða byrjun vetrar. 


back to top