DkBúbót – námskeið á Selfossi

Námskeið í dkBúbót á Selfossi:

– Þriðjudaginn 17. febrúar kl. 14.00-18.00 – grunnnámskeið
– Miðvikudaginn 18. febrúar kl. 9.00-13.00 – framhaldsnámskeið

Á námskeiðunum er gert ráð fyrir að hver og einn komi með sína tölvu með dkBúbót uppsettri og sitt bókhald og vinni í því. Þar verða einnig tekin fyrir þau atriði sem eru til umfjöllunar á kvöldfundinum. Ef viðkomandi er ekki áskrifandi að dkBúbót þarf að hafa samband við Jóhönnu Lind Elíasdóttur fyrirfram, í gegnum netfangið jle@rml.is.

Á grunnámskeiðinu verður farið í skráningu dagbókar, virðisaukaskattsuppgjör, skuldunauta, lánadrottna, vörur, sölureikninga og ársuppgjör.
Á framhaldsnámskeiðinu verður farið í launakerfið, eignakerfið og framtal.

Námskeiðsgjaldið er 24.000 kr. fyrir stakt námskeið (6 kennslustundir) og 40.000 ef viðkomandi skráir sig á bæði grunnnámskeið og framhaldsnámskeið. Bændur geta sótt um styrk úr starfsmenntasjóði BÍ vegna námskeiðanna.

Til að skrá sig á námskeið skal senda tölvupóst í síðasta lagi þremur dögum fyrir dagsetningu námskeiðs á jle@rml.is þar sem fram kemur:
• Nafn og heimilisfang
• Hvaða námskeið viðkomandi vill fara á (hvar, hvenær)
• Símanúmer
• Kt. greiðanda

Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Lind, rekstrarráðunautur RML, netfang jle@rml.is eða s. 516-5028

Kynningarfundir vegna framtals og ársuppgjörs í dkBúbót:
Kynningarfundir um framtalsgerð í dkBúbót og skattabreytingar verða á eftirtöldum stöðum, svo framarlega sem næg þátttaka verður á námskeiðunum og verður það tilkynnt hér á vefnum þegar nær dregur:

• Kirkjubæjarklaustri, Icelandair Hóteli, fimmtudagskvöldið 12. febrúar kl. 20.00
• Selfossi, Tryggvaskála, þriðjudagskvöldið 17. febrúar kl. 20.00

Farið verður yfir framtalsgerð í dkBúbót og algengar spurningar sem upp hafa komið ásamt helstu breytingum á skattaumhverfinu og dkBúbót forritinu.

Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Lind, rekstrarráðunautur RML, í netfanginu jle@rml.is eða síma 516-5028.

Nánar um önnur námskeið á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins rml.is


back to top