Búdrýgindin

Ráðunautar BSSL munu á næstu vikum og mánuðum setja fram stutt og hnitmiðuð hollráð í þeirri von að bændur geti nýtt sér þau til búdrýginda í þeim efnahagsþrengingum sem við göngum nú í gegnum. Hollráðin köllum við einmitt „Búdrýgindin“ og eru þau sett fram í símskeytastíl án þess að vitnað sé sérstaklega í heimildir enda stundum byggt á reynslu og brjóstviti viðkomandi.

Bændur eru jafnframt hvattir til að senda hollráð til okkar sem reynst hafa viðkomandi vel og nýst geta öðrum bændum. Þeir sem senda okkur slík hollráð er í sjálfsvald sett hvort þeir vilji að nafn sitt komi fram undir slíkum hollráðum eða ekki.

Hvert hollráð til búdrýginda verður sett inn á heimasíðu BSSL undir almennar fréttir og birtast þar með á forsíðu vefsins en þeim verður auk þess öllum safnað saman undir Búrekstur > Fjármálaþjónusta > Búdrýgindi.  Fyrst um sinn a.m.k. verður síðan með sérstakan hnapp á forsíðu vefsins sem sýnir auðkenni verkefnisins.


back to top