Breytt skráningarform á kynbótasýningum.

Búnaðarsamband Suðurlands sér ekki um skráningar á kynbótasýningar í ár eins og undanfarin ár.  Nýtt fyrirtæki Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) tók yfir ráðunautaþjónustu á landsvísu og þar með kynbótasýningar.  Er það von okkar að þetta verði lítil breyting fyrir eigendur/sýnendur kynbótahrossa en samhliða því var tekið upp nýtt skráningarform.  Þar er hægt að skrá og greiða ef farið er inn á síðuna www.worldfengur.com   Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá RML í síma 516-5000 eða senda póst á netföngin lr@rml.is og rml@rml.is 

 
Sýningar á Suðurlandi:

Dags. Staður
6.5- 10.5 Selfoss
13.5-17.5 Víðidalur
21.5-24.5 Sörlastaðir
27.5-31.5 Selfoss
27.5-28.5 Hornafjörður
3.6-14.6 Hella
 
Verð er það sama og í fyrra eða 18.500 kr. fyrir fullnaðardóm og 13.500 kr. fyrir byggingar/hæfileikadóm. 
 

back to top