Breyting á vinnu sauðfjárræktarráðunauta

Sauðfjárræktarráðunautar Búnaðarsambandsins eru frá störfum eins og sakir standa. Þórey Bjarnadóttir er komin í fæðingarorlof til eins árs og Fanney Ólöf Lárusdóttir er í veikindaleyfi. Á meðan sinnir tölvudeild BÍ allri þjónustu við www.fjarvis.is og Mark kerfið www.bufe.is. Merki má panta hjá Kristínu Helgadóttur, sími 563 0300, netfang: kh@bondi.is og best er að leita til Önnu Guðrúnar, sími 563 0300, netfang: agg@bondi.is með aðstoð við fjarvis.is.
Vorfundir sauðfjárræktarinnar falla niður þetta vorið.  


back to top