Bjarni Einarsson frá Hæli lætur af störfum sem frjótæknir

Bjarni Einarsson frjótæknir, lét af störfum sem frjótæknir þann 1. nóvember s.l. Hann hóf störf við kúasæðingar árið 1967 og starfaði því í 45 ár hjá Kynbótastöð Suðurlands. Sæðingar sem Bjarni hefur framkvæmt eru því komnar vel á annað hundrað þúsund. Við störfum Bjarna tekur Úlfhéðinn Sigurmundsson í Haga.
Bjarna eru hér með þökkuð vel unnin störf í þágu sunnlenskra bænda.


back to top