Bjargráðasjóður með viðtalstíma á Hvolsvelli

Árni Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri Bjargráðasjóðs, verður til viðtals á skrifstofu Búnaðarsambandsins á Hvolsvelli í næstu viku, þ.e. þriðjudag 22. júní og miðvikudag 23. júní, frá kl. 10.00 til kl. 16.00 báða dagana.
Þeir sem orðið hafa fyrir tjóni vegna eldgossins í Eyjafjallajökli geta komið og rætt málin við Árna.
Reglur um aðstoð Bjargráðasjóðs vegna tjóns af völdum öskufalls og flóða vegna eldgoss


back to top