Angus kvígurnar hjá Nautís sæddar

Í vor voru Angus kvígurnar  frá 2018 sæddar með Jens av Grani 74061. Það hefur verið staðfest fang í þeim en 5 kvígur af 7 héldu við fyrstu sæðingu. Í september hófust svo sæðingar á kvígunum sem fæddar eru 2019. Þær eu þroskamiklar og vóg ein þeirra 538 kg tæplega ársgömul. Nú eru þær 14 mánaða og á myndinni sem fylgir hér með raða þær sér upp. Það er því von á 13 kálfum undan Jens av Grani næsta ár festi þessar kvígur fang.


back to top