Angus kálfarnir sem fæddust í sumar hjá Nautís

Í júní mánuði fæddust 6  hreinræktaðir Angus kálfar undan Emil av Lillebakken 74028, 3 naut og 3 kvígur. Fljótlega fara þeir í 9 mánaða einangrun en eftir hana má selja þá út af stöðinni.

Kálfarnir sem hafa gengið undir kúnum í sumar eru bæði fallegir og þroskamikilir. Næsta vor fæðast svo fleiri kálfar tilkomnir úr fósturvísum undan Emil av Lillebakken sem er þekktur fyrir að gefa kálfa með mikinn vaxtarhraða. Á myndinni má sjá nautið Emma 0027.


back to top