Angus kvígurnar hjá Nautís farnar að bera

Angus kvígurnar frá árinu 2018 eru farnar að bera á einangrunarstöðinni á Stóra Ármóti. Fæddir eru 3 kálfar tvær kvígur og eitt naut og von á fleirum næstu daga. Kvígurnar voru sæddar með innfluttu sæði úr úrvalsnautinu Jens av Grani 74061. Burður gekk vel og hratt fyrir sig. Kálfarnir eru sprækir en fremur smáir enda undan fyrsta kálfs kvígum.  Mæðurnar sinna kálfunum mjög vel.  Á myndinni má sjá Jensey nr 30 og Jöru nr 32


back to top