Afurðir fara vaxandi

Uppgjör skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir júlí hefur verið birt á vef BÍ. Afurðir hér á Suðurlandi standa nú í 5.481 kg/árskú sem er 41 kg meira en um áramótin síðustu. Af sýslunum fjórum eru afurðir nú mestar í Rangárvallasýslu eða 5.594 kg /árskú. Á landsvísu standa afurðir eftir árskú nú í 5.327 kg.
Egg í Hegranesi er sem stendur afurðahæsta búið með 7.815 kg/árskú. Af sunnlenskum búum er Reykjahlíð efst og í fjórða sæti á landsvísu með 7.612 kg/árskú. Þar skammt á eftir kemur Gunnbjarnarholt með 7.504 kg/árskú og er í fimmta sæti á landsvísu. Gunnbjarnarholt er langstærsta búið á landinu sem er með afurðir yfir 7.000 kg/árskú að loknu júlí-uppgjöri með 109,3 árskýr. Þau bú ahafa aldrei verið fleiri en nú eru 17 bú sem ná þessu marki.
Örk 166 Almarsdóttir 90019 í Egg í Hegranesi stendur enn á toppnum yfir afurðahæstu kýr með ótrúlegar afurðir. Síðustu tólf mánuði hefur hún mjólkað 15.709 kg mjólkur. Af sunnlenskum kúm er Þura 435 Draumsdóttir 03015 í Gunnbjarnarholti efst með 12.359 kg. Hún er í öðru sæti á landsvísu.

Niðurstöður skýrsluhaldsins á vef BÍ


back to top