Aðalfundur Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu – dagskrá

Aðalfundur Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu, verður haldinn í Þingborg mánudagskvöldið 9. mars kl. 20.30. Gestir fundarins verða Oddný Steina Valsdóttir fulltrúi okkar Sunnlendinga í stjórn LS og Páll Stefánsson dýralæknir, sem mun fjalla um vanhöld á sauðburði auk venjulegra aðalfundarstarfa. Kaffiveitingar í boði félagsins. Við eigum í vændum notalega kvöldstund í Þingborg, eins og svo oft áður.

Umhleypingunum hér sunnanlands hlýtur að linna hvað úr hverju. Sýnum hugrekki og spörum ekki heyin.
Bestu kveðjur frá Félagi sauðfjárbænda í Árnessýslu.


back to top