Aðalfundur BSSL

Aðalfundur Búnaðarsambandsins var haldinn á Hótel Dyrhólaey 12. apríl sl.  Á fundinn mættu 32 fulltrúar frá 25 aðildarfélögum. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var kosið til næstu þriggja ára um stjórnarmann og varamann hans úr Vestur-Skaftafellssýslu. Kosnir voru Björn Helgi Snorrason Kálfafelli sem aðalmaður og Magnús Örn Sigurjónsson Eystri-Pétursey sem varamaður.

Stjórnin skipti með sér verkum og var Gunnar Kr Eiríksson kosinn formaður, Ragnar Lárusson sem varaformaður, Björn Helgi Snorrason sem ritari og þeir Helgi Eggertsson og Erlendur Ingvarsson sem meðstjórnendur. Gunnar var þar með sjálfkjörin á Búnaðarþing til næstu tveggja ára


back to top