Aðalfundur 2008

Aðalfundur Stóra-Ármóts ehf.


Þann 29. apríl 2008 var haldinn aðalfundur Stóra Ármóts ehf. á skrifstofu Búnaðarsambandsins.
Þessir voru mættir: Þorfinnur Þórarinsson, Egill Sigurðsson,  Ragnar Lárusson Guðmundur Stefánsson, Guðni Einarsson, Gunnar Eiríksson og Guðbjörg Jónsdóttir . Einnig sat fundinn Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri.


Þorfinnur setti fund og skýrði ársreikning félagsins. Rekstrartekjur námu alls 31,9 millj.kr. Eigið fé í árslok var 46,1 millj.kr. Stjórnin leggur til að hagnaður að upphæð 2,8 millj.kr. færist til næsta árs. Reikningar voru síðan bornir upp og samþykktir. Fram kom að útihús voru vandlega máluð á sl. ári fyrir 2,2 millj.kr. Samþykkt að kaupa brunavarnarkerfi í útihúsin.

Kosningar.
Eftirtaldir voru kosnir í stjórn: Guðbjörg Jónsdóttir, formaður, Egill Sigurðsson, Guðni Einarsson, Gunnar Eiríksson og Ragnar Lárusson.
Prókúruhafi er Sveinn Sigurmundsson. 
Endurskoðandi kosinn Deloiette hf./Arnór Eggertsson.


Fleira ekki fyrir tekið.

Fundargerð upplesin og samþykkt.     

Guðmundur Stefánsson,
fundarritari


back to top