7. fundur 2009 – haldinn 17. desember

Fundinn sem haldinn var Selfossi sátu; Guðbjörg Jónsdóttir formaður, Guðni Einarsson, Ragnar Lárusson, Egill Sigurðsson, Gunnar Eiríksson og Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri.  1. Nautgriparæktin. Á fundinn er mætt stjórn Félags kúabænda á Suðurlandi ásamt Guðmundi Jóhannessyni ráðunauti BSSL.
    Guðmundur fór yfir þá starfsemi sem fram fer á vegum BSSL sem tengist nautgriparæktinni sem er um það bil ¼ af starfssemi búnaðarsambandsins. Miklar umræður voru um starfsemina og framtíðarstefnu innan nautgriparæktaninar og samstarf kúabænda á Suðurlandi og Búnaðarsambandsins.

  2. Lög Búnaðarfélags Villingaholtshrepps. Stjórn gerir ekki athugasemdir og staðfestir lögin.

  3. Kosning í nefnd til endurskoðunar á ráðunautaþjónustunni. Formannafundur búnaðarsambandanna samþykkti tillögu þess efnis að skipa nefnd til að endurskoða og endurskipuleggja ráðgjafaþjónustu í landbúnaði. Nefndin skili tillögum til búnaðarþings 2010. BSSL skipi einn mann í nefndina. Ákveðið að fresta skipan í nefndina.

  4. Starfsemi BSSL. Sveinn fór yfir starfsemina framundan hjá Búnaðarsambandinu og fyrirtækjum þess.

Fundi slitið,


Guðni Einarsson


back to top