7. fundur 2007

Þann 19. október 2007 var haldinn stjórnarfundur BSSL á skrifstofu sambandsins.

Þessir voru mættir: Þorfinnur Þórarinsson, Egill Sigurðsson, Bjarni Hákonarson, Guðni Einarsson Ragnar Lárusson og Guðmundur Stefánsson. Einnig sat fundinn Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri.

Fyrir var tekið:


  1. Fram kom að klaufskurðarbásinn er kominn. Rafbúnaður er þrífasa, hentugast mun vera að fá rafstöð til að nota þar sem einfasa rafmagn er.

  2. Kynnt var tilboð Rangárbakka um svæði þeirra til afnota fyrir landbúnaðarsýninguna á næsta ári. Formanni og framkvæmdastjóra falið að ganga frá samningum. Ákveðið var að skipa Kjartan Ólafsson formann framkvæmdastjórnar. Ákveðið að hafa 7 manna sýningarstjórn og hafa svo 3 menn úr henni í framkvæmdastjórn.

  3. Farið yfir fyrirhugaða atburði afmælisársins. Ráðgerðar eru utanlandsferðir fyrir kúa-, hrossa- og sauðfjárbændur. Ákveðið að hafa formannafund í janúarlok og hafa hann með sérstökum blæ í tilefni afmælisársins.

  4. Bréf frá Auðhumlu þar sem kynntar eru hugmyndir um uppbyggingu kjarna fyrir landbúnaðartengda starfsemi og háskólastarfsemi.

  5. Skýrt frá stöðunni í undirbúningi afmælisritsins.

  6. Kynnt boð frá Búnaðarfélagi Rangárvallahrepps í 100 ára afmæli þess, 2. nóv.

  7. Lagt fram kostnaðaryfirlit um kynbótasýningar hrossa árið 2007 og kynntar tillögur fagráðs í hrossarækt um hækkun fyrir næsta ár.

  8. Kynnt yfirlit yfir ný lögbýli á Suðurlandi, en þeim hefur fjölgað mikið síðustu missiri.

  9. Sagt frá viðræðum við Selfossveitur um hitaveituvirkjanir í Stóra-Ármótslandi.

  10. Á fundinn kom Jóhannes Símonarson og kynnti túnkortagerð eftir þeim loftmyndum sem Bændasamtökin hafa keypt sér aðgang að.

  11. Á fundinn kom Kjartan Ólafsson og var rætt áfram um undirbúning landbúnaðarsýningar, sbr.lið 2.

  12. Farið yfir hauststörfin, sauðfjársýningar, jarðabótaúttekt, undirbúning sauðfjársæðinga og einnig bændabókhaldið og kúadóma.

  13. Kynnt bréf frá hestamannafélaginu Fáki þar sem fram kemur ósk um að kynbótasýningar verði teknar upp að nýju á þeirra svæði.

  14. Á fundinn kom Grétar H. Harðarson og ræddi um tilraunastarfið á Stóra-Ármóti. Í vetur verður haldið áfram með rannsóknir á áhrifum fóðrunar í geldstöðu á nyt og heilsufar eftir burð.

 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.

Guðmundur Stefánsson, fundarritari


back to top