7. fundur 2000

FundargerðStjórnarfundur 27. september 2000


Allir stjórnarmenn mættir ásamt framkvæmdastjóra.


  1. Lífeyrismál Bs.Sl. og Kynbótast.Sl. Ólafur Þór Þórarinsson útskýrði stöðu lífeyrisskuldbindinga. Greitt er 11,5% af launum sem mótframlag þeirra starfsmanna sem eru í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, þar sem sú deild stendur ekki undir skuldbindingum sínum. Hluti af framlagi ríkisins til Bændasamtakanna og búnaðarsambandanna er ætlaður til þess að standa undir þessu háa mótframlagi. Talin er ástæða til að kanna þessi mál betur í samráði við Bændasamtök Íslands.
  2. Sunnuverkefnið og fjósbyggingahópur. Runólfur Sigursveinsson skýrði frá stöðu verkefnisins. 63 bú eru nú í verkefninu, sem í heildina hefur gengið vel. Farið var yfir ýmsa þætti verkefnisins sem hugsanlega mætti bæta. Þá sagði hann frá fundi með áhugahópi um fjósbyggingar sem haldinn var í sal MBF . Mikill áhugi virðist vera í þessu efni. Þá skýrði hann frá tilfærslum á greiðslumarki í mjólk á svæði BsSl.
  3. Samningur um hitaréttindi á Stóra-Ármóti. Fyrir lágu drög að samningi milli Búnaðarsambands Suðurlands og Selfossveitna bs. um einkarétt Selfossveitna bs. til jarðhitarannsókna, borunar eftir jarðhita og til virkjunar og hagnýtingar á honum í hluta af landi Stóra-Ármóts skv. uppdrætti. Greiðslur fyrir réttindin munu renna til Stóra-Ármóts ehf. Stjórnin samþykkti samninginn. Til fundarins mætti stjórn Selfossveitna bs. en hún hafði einnig samþykkt samninginn. Samningurinn var síðan undirritaður af formönnum og framkvæmdastjórum samningsaðila.
  4. Erindi um forðagæslumál. Fyrir lá bréf frá sveitarstjórn Grímsnes-og Grafningshrepps um aukna aðstoð við forðagæslumál. Sveini Sigurmundssyni falið að ræða erindið við fulltrúa sveitarstjórnarinnar.
  5. Störfin framundan. Rætt um fundi framundan og um fyrirkomulag gæðastýringarinnar í sauðfjárrækt. Rætt var um að á næsta stjórnarfund yrði varastjórn boðuð og staða og starfsemi búnaðarsambandsins til umræðu.
Fleira ekki fyrir tekið og fundi slitið.

Guðmundur Stefánsson
fundarritari


back to top