3. fundur haldinn 12. apríl

Stjórnarfundur BSSL haldinn 12. apríl 2019.

 Á fundinn sem haldinn var að Hótel Dyrhólaey á 111 aðalfundi Búnaðarsambandsins að loknu kjöri stjórnarmanns úr Vestur Skaftafellssýslu sem er Björn Snorrason Kálfafelli, mættu Erlendur Ingvarsson, Ragnar Lárusson Gunnar Kr. Eiríksson. Björn Snorrason og Helgi Eggertsson. Helgi Eggertsson aldursforseti setti fundinn en á dagskrá var að stjórnin skipti með sér verkum. Gunnar lýsti því yfir að hann sæktist eftir endurkjöri og var það samþykkt. Gunnar stakk upp á Ragnari Lárussyni sem varaformanni og Birni Snorrasyni sem ritara. Stjórnin er þá þannig skipuð. Gunnar Kr Eiríksson formaður, Ragnar Lárusson varaformaður, Björn Snorrason ritari , Erlendur Ingvarsson og Helgi Eggertsson meðstjórnendur.

Fleira ekki og fundi slitið

Fundargerð ritaði Sveinn Sigurmundsson

 


back to top