3. fundur 2010 – símafundur 27. maí

Í símafundinum tóku þátt, Guðbjörg Jónsdóttir formaður, Guðni Einarsson, Ragnar Lárusson,  Egill Sigurðsson, Gunnar Eiríksson og Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri. Runólfur Sigursveinsson sat einnig fundinn undir fyrsta dagskárlið.

1. Eldgosið í Eyjafjallajökli
Sveinn fór yfir stöðu mála varðandi vinnu búnaðarsambandsins varðandi afleiðingar eldgossins í Eyjafjallajökli. Hann gerði grein fyrir hvernig staðan væri á búfjárflutningum af svæðinu. Fram kom að farið hafi verið í þrjár skipulagðar heimsóknir ráðunauta á þá bæi sem verst urðu úti. Bændasamtökin og önnur búnaðarsambönd hafa lagt okkur lið og er Búnaðarsamband Suðurlands þeim þakklátt fyrir þeirra framlag. Nú eru ráðunautar m.a. að meta fóðurþörf á svæðinu og að gera ráðstafanir í samráði við bændur, viðkomandi sveitarfélög og Bjargráðasjóð um framhaldið.

Runólfur lagði fram stöðuskýrslu varðandi heimsóknir hans í gær á nokkra bæi í Mýrdal og undir Eyjafjöllum. Í skýrslunni kom m.a. fram þó að hlé sé á gosinu þá er mikið vandamál varðandi fok á ösku á svæðinu.

Rædd var aðkoma Bjargráðasjóðs að málinu og nauðsyn þess að starfsmaður sjóðsins væri staðsettur á svæðinu. Vísað var til fordæmis þess og góðrar reynslu þegar Viðlagatrygging starfaði á hamfarasvæðum í kjölfar jarðskálftanna á Suðurlandi. Stjórn Búnaðarsambands Suðurlands leggur ríka áherslu á að starfsmaður Bjargráðasjóðs verði staðsettur miðsvæðis á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli.

Stjórn Búnaðarsambans Suðurlands færir starfsmönnum sínum þakkir fyrir þau ómetanlegu og óeigingjörnu störf við að aðstoða bændur á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli. Ljóst er að sú mikla vinna sem lögð er í þetta risavaxna verkefni hefur haft áhrif á aðra þjónustu búnaðarsambandssins og er það von stjórnar að því verði sýndur skilningur.

2. Aðalfundur Búnaðarsambandsins
Stjórn Búnaðarsambandssins samþykkir að fresta aðalfundi sínum um óákveðin tíma vegna þeirra erfiðu og sérstæðu aðstæðna sem eru vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.

Fleira ekki rætt og fundi slitið,
Guðbjörg Jónsdóttir


back to top