100. aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands

Í dag, föstudaginn 18. apríl, verður 100. aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn í Aratungu í Biskupstungum og hefst kl. 11.00.
Vegna þessa verður skrifstofa Búnaðarsambandsins á Selfossi lokuð eftir hádegi. Skrifstofur Búnaðarsambandsins á Hvolsvelli, Kirkjubæjarklaustri og Höfn eru lokaðar í dag. Beðist er velvirðingar á þessu en skrifstofur Búnaðarsambandsins opna að venju aftur kl. 8.00 á mánudagsmorgun.
Dagskrá fundarins má sjá með því að smella á „Lesa meira“.


Dagskrá:
1.   Kl. 11.00  Fundarsetning (skipan fundarritara og fundarstjóra).

2.   Kl. 11.10  Skipun kjörbréfanefndar.

3.   Kl. 11.15  Skýrsla stjórnar: Þorfinnur Þórarinsson, formaður.

4.   Kl. 11.30 Reikningar Búnaðarsambands Suðurlands og skýrsla framkvæmdastjóra: Sveinn Sigurmundsson.

5.    Kl. 12.00 Umræður um skýrslur og reikninga.

6.    Kl. 12.30 Matarhlé.

7.    Kl. 13.10 Kjörbréfanefnd skilar áliti

8.    Kl. 13.15 Ávörp gesta.

9.    Kl. 13.30 Landbúnaðarsýningin Hellu 22.-24. ágúst. Kjartan Ólafsson, Jóhannes Hr. Símonarson

10.  Kl. 13.40 Viðurkenning fyrir besta nautið í árgangi nauta fæddum 2001. Magnús B Jónsson

11.  Kl. 13.55  Viðurkenningar fyrir árangur í nautgriparækt 2007 á Suðurlandi. 

12.  Kl. 14.10  Tillögur lagðar fram og kynntar.

13.  Kl. 14.20  Nefndir hefja störf.

14.  Kl. 16.00  Kaffihlé.

15.  Kl. 16.30  Kosningar. Kosið er um 2 stjórnarmann og 2 í varastjórn úr  Árnessýslu, 2 skoðunarmenn reikninga auk varamanna og löggiltan endurskoðenda.

16.  Kl. 16.45  Reikningar bornir undir atkvæði.

17.  Kl. 16.55  Tillögur lagðar fram frá nefndum, umræður, afgreiðsla.

18.  Kl. 17.30   Önnur mál.

19.  Kl. 18.00  Fundarslit. Þorfinnur Þórarinsson.

Tekið skal fram varðandi kjör stjórnarmanna úr Árnessýslu að Þorfinnur Þórarinsson, formaður Búnaðarsambandsins, gefur ekki kost á sér til endurkjörs.

Búnaðarsamband Suðurlands


back to top